Fimmtudagskvöld á Þingvöllum
- júní - Forseti Íslands Halla Tómasdóttir – Kraftur kvenna
Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun leiða fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins á kvenréttindadaginn. Í göngunni mun Halla ræða jafnréttismál og mikilvægi sterkra kvenna í gegnum tíðina.
Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.
- júní - Konur og þjóðsögur á Þingvöllum
Í fimmtudagskvöldöngunni mun Dagrún Ósk Jónsdóttir aðjúnkt í Háskóla Íslands fara yfir birtingamyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum. Einnig mun hún flétta saman sögum sem tengjast Þingvöllum beint sem og við aðra staði á landinu.
Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.
- júlí - Steingrímur Hermannsson
Íslendingar, Íslendingar! Skundum á þingvöll og treystum vor heit. Fimmtudaginn 3. júlí klukkan 20:00 minnumst við Steingríms Hermannssonar eins vinsælasta forsætisráðherra Íslands . Guðni Ágústsson leiðir gönguna en verður með einvalalið með sér. Lilja Dögg Alfreðsdóttir minnist með góðum orðum stjórnmálamannsins Steingríms. Guðmundur Steingrímsson talar um föðurinn sem jafnframt var pólitíkus.
Jóhannes Kristjánsson mun minnast forsætisráðherrans fyrrverandi á sinn hátt.
Ofan á allt þetta mun Karlakórinn Fóstbræður syngja.
Dagskráin hefst klukkan 20:00 á Valhallarreitnum / P5 þar sem Hótel Valhöll stóð. Bílastæðí eru við frá gestastofunni á Haki og er öllum opin og ókeypis. Bílastæði eru við Valhallarreitinn en einnig er hægt að ganga að Valhallarreitnum frá öðrum bílastæðum og tekur sú ganga 10-15 mínútur. (Dagskráin var áður auglýst með upphaf við Gestastofu á Haki en hefur verið flutt að Valhallarreit þar sem hún fer öll fram)
- júlí - Landið og ljóðin
Skáldið Gerður Kristný flytur ljóð fyrir þjóð í ljóðgarðinum á Þingvöllum fimmtudagskvöldið 10. júlí. Boðið verður upp á ljóðamó!
Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.
- júlí - Hugmyndir nútímamanna um hugmyndaheim fornmanna
Ingunn Ásdísardóttir, höfundur Jötnar hundsvísir, mun spjalla um þá mynd sem fræðimenn hafa fjallað um sem líklegan hugmyndaheim fornmanna og landnámsmanna bæði í trúarlegu tilliti og samfélagslegu.
- júlí – Ást frá fortíð til framtíðar
Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi á Þingvöllum fjallar um ástarsögður sagðar og ósagðar á Þingvöllum frá fortíð til dagsins í dag.
- júlí - Klókar konur á söguöld
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir frá kvenhetjum sögualdar og aðferðum þeirra til að hafa áhrif á eigin örlög í samfélagi karlaveldisins þar sem heiður og orðstír skiptu öllu máli. Kvenskörungar úr Laxdælu stíga fram, þær Guðrún Ósvífursdóttir, Bróka-Auður og Þorgerður Egilsdóttir Skallagrímssonar og stórbrotnar eddukvæðahetjur á borð við Guðrúnu Gjúkadóttur, ekkju Sigurðar Fáfnisbana, og valkyrjuna Sigurdrífu.
