Sumardagskrá Þingvalla

Auglysing
Korasongur
4001F25c 9384 4E7e 9Ecd 4Bdac459d73e
20240928 150014

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

Á fimmtudagskvöldum á Þingvöllum í júní og júlí fáum við fyrirlesara til að segja frá hugðarefnum sínum og sköpunarverkum.

Sungið í Almannagjá

Það verður nóg af kórasöng í sumar. Sungið verður 15. júní, 22. júní, 29. júní og 6. júlí.

Fornleifaskóli barnanna

Það er oft glatt á hjalla í fornleifaskóla barnanna. Þar bregður fólk á öllum aldri sér að leik og leitar að fornleifum.

Gengið með landverði á sunnudegi

Göngurnar eru fjölbreyttar en hefjast allar klukkan 13:00. Þær eru oftast vel sóttar enda bráðskemmtilegar.

Það verður ýmislegt á döfinni í sumar

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

  1. júní - Forseti Íslands Halla Tómasdóttir – Kraftur kvenna

    Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun leiða fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins á kvenréttindadaginn. Í göngunni mun Halla ræða jafnréttismál og mikilvægi sterkra kvenna í gegnum tíðina.

    Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.

 

  1. júní - Konur og þjóðsögur á Þingvöllum

Í fimmtudagskvöldöngunni mun Dagrún Ósk Jónsdóttir aðjúnkt í Háskóla Íslands fara yfir birtingamyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum. Einnig mun hún flétta saman sögum sem tengjast Þingvöllum beint sem og við aðra staði á landinu.

Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.

 

  1. júlí -  Steingrímur Hermannsson

    Íslendingar, Íslendingar! Skundum á þingvöll og treystum vor heit. Fimmtudaginn 3. júlí klukkan 20:00 minnumst við Steingríms Hermannssonar  eins vinsælasta forsætisráðherra Íslands . Guðni Ágústsson leiðir gönguna en verður með einvalalið með sér. Lilja Dögg Alfreðsdóttir minnist með góðum orðum stjórnmálamannsins Steingríms.  Guðmundur Steingrímsson talar um föðurinn sem jafnframt var pólitíkus.

Jóhannes Kristjánsson mun minnast forsætisráðherrans fyrrverandi á sinn hátt.
Ofan á allt þetta mun Karlakórinn Fóstbræður syngja.  

Dagskráin hefst klukkan 20:00 á Valhallarreitnum / P5 þar sem Hótel Valhöll stóð.  Bílastæðí eru við frá gestastofunni á Haki og er öllum opin og ókeypis.  Bílastæði eru við Valhallarreitinn en einnig er hægt að ganga að Valhallarreitnum frá öðrum bílastæðum og tekur sú ganga 10-15 mínútur.  (Dagskráin var áður auglýst með upphaf við Gestastofu á Haki en hefur verið flutt að Valhallarreit þar sem hún fer öll fram)

 

  1. júlí -  Landið og ljóðin

Skáldið Gerður Kristný flytur ljóð fyrir þjóð í ljóðgarðinum á Þingvöllum fimmtudagskvöldið 10. júlí. Boðið verður upp á ljóðamó!

Ganga hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki.

 

  1. júlí - Hugmyndir nútímamanna um hugmyndaheim fornmanna

Ingunn Ásdísardóttir, höfundur Jötnar hundsvísir, mun spjalla um þá mynd sem fræðimenn hafa fjallað um sem líklegan hugmyndaheim fornmanna og landnámsmanna bæði í trúarlegu tilliti og samfélagslegu.

 

  1. júlí – Ást frá fortíð til framtíðar

Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi á Þingvöllum fjallar um ástarsögður sagðar og ósagðar á Þingvöllum frá fortíð til dagsins í dag.

 

  1. júlí -  Klókar konur á söguöld

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur segir frá kvenhetjum sögualdar og aðferðum þeirra til að hafa áhrif á eigin örlög í samfélagi karlaveldisins þar sem heiður og orðstír skiptu öllu máli.  Kvenskörungar úr Laxdælu stíga fram, þær Guðrún Ósvífursdóttir, Bróka-Auður og Þorgerður Egilsdóttir Skallagrímssonar og stórbrotnar eddukvæðahetjur á borð við Guðrúnu Gjúkadóttur, ekkju Sigurðar Fáfnisbana, og valkyrjuna Sigurdrífu.

 

Fornleifaskóli barnanna

Alla sunnudaga í sumar milli 14:00 - 16:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.

Markmið fornleifaskólans er að kynna krakkana fyrir fornleifarannsóknum og leyfa þeim að grafa eins og „alvöru fornleifafræðingar“ eða þar um bil.

Notast er við múrskeiðar til að skafa upp mold og grafa upp ýmsa „forngripi“.
Uppgraftarreitnum er svo hagað að hann líkist þingbúð sem hentar vel þar sem gestirnir verða í næsta nágrenni við helsta fornleifasvæðið.

Í lokin fá þáttakendur viðurkenningarskjal um að hafa lokið fornleifaskóla barnanna á Þingvöllum. Þáttaka er öllum opin og ókeypis.

Fornleifaskólinn er staðsettur á gamla Valhallarreitnum við bílastæðið P5. 

Hér er googlemap staðsetning
Hér er kort í pdf.
Þröng á þingi

Það er oft margt um manninn í fornleifaskóla barnanna. Svona fjöldi sést helst á hátíðisdögum en skólinn er vinsæll. 

Gengið með landverði á sunnudegi

Frá og með byrjun júlí og fram yfir dag íslenskrar náttúru, sem er 16. september, verður boðið upp á lengri göngu með landverði. 

Göngurnar fara ýmist inn að gömlu hraunbýlunum í sigdalnum, meðfram strandlengju Þingvallavatns eða fleiri staði innan þjóðgarðs. 

Göngurnar hefjast klukkan 13:00 og eru allajafna í um þrjár klukkustundir. Gott er að vera vel útbúin nesti og drykkjarvatni. Göngurnar sem verða auglýstar betur þegar kemur að hverri og einni eru ókeypis.

Oft er vel mætt í göngurnar

Haustlitagangan í fyrra gekk framar vonum.