Eftir storminn

Það þarf oft að hafa snör handtök á Þingvöllum. Um leið og veðrið slotaði ögn var vegurinn yfir Mosfellsheiði opnaður. Gestir lögðu því land undir fót og skunduðu til Þingvalla. Enn var veðrið nokkuð leiðinlegt þótt greiðfært væri. Bæði starfsfólk þjóðgarðsins sem og verktakar brugðust hratt við og mokuðu frá helstu göngustígum og byggingum. 

Fræðst innandyra

Sumir gestir brugðu á það ráð að njóta Þingvalla til að byrja með innandyra. Fóru þau á sýninguna Hjarta lands og þjóðar sem er í gestastofunni á Haki. 

Skýrt en þó skýjað

Þingvallavatn blasti við þeim gestum sem ákvaðu að fara á útsýnispallinn en þó var skýjað til fjalla.