Gjaldtaka á bílastæðum í þinghelginni.


Þjónustugjald er innheimt á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum.  
Á P1 bílastæði á Hakinu við efra enda Almannagjár en þar er Gestastofa þjóðgarðsins ;
í öðru lagi á nokkrum bílastæðum við enda Almannagjár (P2) þar sem göngustígurinn kemur niður úr Almannagjá að Efrivöllum og í þriðja lagi á Valhallarplani (P5) .

Bílastæði og gönguleiðir í þinghelginni.jpg

Bílastæðagjald er þjónustugjald sem er ætlað að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur og þjónustu bílastæðanna. Heimild til töku bílastæðagjalda byggir á reglum Þingvallanefndar um gestagjöld vegna afmarkaðra bílastæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Forsætisráðuneytið hefur staðfest reglur og gjaldskrár þjóðgarðsins. 
Gjaldskrá: Einkabíll 500 kr. 
Fyrir jeppa/hópferðarbíla fyrir 8 farþega eða færri: 750 kr
Fyrir hópferðarbíla fyrir 19 farþega eða færri: 1500 kr
Hópferðarbíla fyrir 20 farþega eða fleiri 3000 kr.

Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið þann dag sem greitt er.

Á bílastæðum eru  gjaldmælar en þar fæst dagpassi sem skilja á eftir í glugga bifreiðar. Hægt er  að greiða í mæla með greiðslukorti (KREDIT/DEBET). Einnig er  hægt að greiða með Íslandskorti sem er útgefið af fyrirtækinu Bergrisa.  Ferðaþjónustufyrirtæki sem koma reglulega til Þingvalla með farþega sína stendur til boða að vera í reikningsviðskiptum við þjóðgarðinn á Þingvöllum og sækja um fyrirtækjakort.

Til að fá nánari upplýsingar eða til að koma ábendingum á framfæri, vinsamlega sendið fyrirspurnir á  thingvellir@thingvellir.is  eða hafið samband við skrifstofu þjóðgarðsins s. 552-1730.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.