Gjaldtaka á bílastæðum í þinghelginni.


Þjónustugjald er innheimt á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum.  
Á P1 bílastæði á Hakinu við efra enda Almannagjár en þar er Gestastofa þjóðgarðsins ;
í öðru lagi á nokkrum bílastæðum við enda Almannagjár (P2) þar sem göngustígurinn kemur niður úr Almannagjá að Efrivöllum og í þriðja lagi á Valhallarplani (P5) .

Bílastæði og gönguleiðir í þinghelginni.jpg

Bílastæðagjald er þjónustugjald sem er ætlað að standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur og þjónustu bílastæðanna. Heimild til töku bílastæðagjalda byggir á reglum Þingvallanefndar um gestagjöld vegna afmarkaðra bílastæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið staðfesti nýja gjaldskrá fyrir þjónustugjöld á Þingvöllum þann 29. júní 2018 sjá hér.

Gjaldskrá: Einkabíll 750 kr. 
Fyrir jeppa/hópferðarbíla fyrir 8 farþega eða færri: 1000 kr
Fyrir hópferðarbíla fyrir 19 farþega eða færri: 1800 kr
Hópferðarbíla fyrir 20 farþega eða fleiri 3500 kr.

Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið þann dag sem greitt er.

Sett verður upp sjálfvirkt myndavélaeftirlitskerfi sem keyrir saman númeraplötur bíla við númeraskrá Samgöngustofu. Þegar erkið er burt eru númerin svo borin saman greiðslukerfið í þjóðgarðinum og myParking.is. Gjaldvélar verða á bílastæðum og innanhús í þjónusturýmum þar sem við á.

Til að fá nánari upplýsingar eða til að koma ábendingum á framfæri, vinsamlega sendið fyrirspurnir á  thingvellir@thingvellir.is  eða hafið samband við skrifstofu þjóðgarðsins s. 552-1730.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.