Laus störf í þjóðgarðinum á Þingvöllum


Hér má finna upplýsingar um laus störf á hverjum tíma:

 

Afgreiðslumaður
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir afgreiðslufólki.
Um er að ræða heilsársstarf. Vaktavinna og er starfsmönnum ekið til og frá vinnu. Unnið er á 12 klukkutíma vöktum.
Á Haki er laust afgreiðslustarf í gestastofu á Haki ásamt þjónustu við bílastæði. Starfsmenn þurfa að vinna bæði úti og inni.
Í þjónustumiðstöð er vakststjórastarf við kaffihús laust.

Helstu verkefni og ábyrgð

Afgreiðsla
Þjónusta við bílastæði

Hæfniskröfur og starfskjör
Kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði. Frekari tungumálakunnátta er kostur 
Grunnþekking í skyndihjálp er kostur en ekki skilyrði
Umsækjandi þarf að búa yfir frumkvæði, vera jákvæður og með ríka þjónustulund
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.
Ferilskrá skal fylgja umsókn og skulu umsóknir sendar í gegnum ráðningakerfi Oracle.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Guðjóna Sigurðardóttir rekstrarstjóri, á netfangið gudjona@thingvellir.is

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2017

Nánari upplýsingar veitir
Guðjóna Björk Sigurðardóttir - gudjona@thingvellir.is - 4823609

 

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.