Laus störf í þjóðgarðinum á Þingvöllum


Hér má finna upplýsingar um laus störf á hverjum tíma:

 

6.mars 2017

Landvarsla - Þingvellir

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum.


Starfstímabil og fyrirkomulagUm er að ræða sumarstarf frá maí til ágúst.
Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til og frá vinnu. Landverðir geta þurft að gista á Þingvöllum.

Helstu verkefni
Starf við landvörslu felst m.a. í eftirliti með náttúru og umhverfi Þingvalla, umgengni, veiði, tjaldsvæðum og þjónustu við ferðamenn ásamt því að sinna umferðarstjórnun. Landverðir sjá um fræðslu, upplýsingagjöf og móttöku gesta, sinna léttu viðhaldi á innviðum ásamt upplýsingagjöf í þjónustumiðstöð og á Haki. Landverðir hafa einnig eftirlit með því að lög þjóðgarðsins séu virt.

Hæfniskröfur og starfskjör•        
Reynsla af landvörslu eða landvarðarréttindi er kostur en ekki skilyrði.
Grunnþekking í skyndihjálp er kostur en ekki skilyrði
Kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði. Frekari tungumálakunnátta er kostur         Ökuréttindi og hæfni til að aka jeppum, bæði sjálf- og beinskiptum er skilyrði         Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð        
Reynsla af útivist og náttúrutúlkun er kostur
Umsækjandi þarf að búa yfir frumkvæði, vera jákvæður og með ríka þjónustulund•         Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Starfsgreinasambands Íslands.UmsóknarfresturUmsóknarfrestur er til 18.3.2017

Ferilskrá skal fylgja umsókn og skulu umsóknir sendar á gudjona@thingvellir.isBæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Guðjóna Sigurðardóttir rekstrarstjóri, á netfangið gudjona@thingvellir.is

Afgreiðslustarf – Þingvöllum

 

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir afgreiðslufólki.

Starfstímabil og vaktafyrirkomulagUm er að ræða sumarstarf frá maí til ágúst. Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til og frá vinnu.Helstu verkefniStarfið felur í sér afgreiðslu, upplýsingagjöf, bílastæðavörslu og aðra þjónustu í gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu og/eða í þjónustumiðstöð

Hæfniskröfur og starfskjör
Viðkomandi verður að vera jákvæður, snyrtilegur, ábyrgur og með ríka þjónustulund og tala a.m.k. íslensku og ensku.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Starfsgreinasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 18.3.2017
Ferilskrá skal fylgja umsókn og skulu umsóknir sendar á gudjona@thingvellir.is
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.


Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Guðjóna Sigurðardóttir rekstrarstjóri, á netfangið gudjona@thingvellir.isUm Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellirvið Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.