Stærð og mörk þjóðgarðsins

 

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum varð til þegar svæðið var friðlýst með sérstökum lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 7. maí 1928.

Í lögunum sagði að Þingvellir við Öxará og nágrenni þeirra skuli frá ársbyrjun 1930 vera
"friðlýstur helgistaður allra Íslendinga".  Hið friðhelga land markaðist upphaflega af Almannagjá í vestri og Hlíðargjá og Hrafnagjá í austri, en í suðri var miðað við línu frá hæstu brún Arnarfells beina stefnu á Kárastaði og í norðri frá Ármannsfelli þvert austur yfir hraunið að Hlíðargjá.

Með nýjum lögum 47/2004 stækkaði þjóðgarðurinn og eru mörk þjóðgarðsins í dag skilgreind í 1.grein laganna:

Mork_tjodgardsins_a_Tingvollum.jpg

Mörk þjóðgarðsins á Þingvöllum og hins friðhelga lands skulu vera: Að sunnan eru mörkin um línu sem dregin er úr landamerkjum jarðanna Arnarfells og Mjóaness á Langatanga, vestur yfir vatnið og í Grjótnes sem er á landamerkjum jarðanna Skálabrekku og Kárastaða. Þaðan ráða landamerki þeirra jarða að landamerkjum Selkots og síðan landamerki Selkots og Kárastaða að sýslumörkum Árnessýslu og Kjósarsýslu á Há-Kili. Þaðan ráða sýslumörk til norðausturs til upptaka Öxarár við Myrkavatn og í hátind Háusúlu og þaðan bein stefna til austurs í efsta tind Gatfells. Þaðan liggja mörkin til suðurs í Hrafnabjörg og með austur- og suðurmörkum jarðarinnar Gjábakka og með austurmörkum jarðarinnar Arnarfells í Langatanga.

Hér má sækja kort með hnitum á helstu hornpunktum þjóðgarðsins.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.