Þjónustumiðstöð á Leirum

Þjónustumiðstöð Þingvalla við Nyrðri-Leirar.
Hér má nálgast ýmsar léttari veitingar og minjagripasölu.

Þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins er á Leirum. Í miðstöðinni geta ferðalangar nálgast allar almennar upplýsingar um tjaldsvæði og veiðistaði innan þjóðgarðsins en einnig er tekið við gistigjöldum og greiðslu fyrir veiðileyfi og köfun.

Einnig er hægt að fá upplýsingar um færð og ástand vega, þjónustu í nágrenninu og helstu ferðamannastaði.

Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða ásamt lítilli ferðamannaverslun sem rekin er af Icewear.

Opnunartími þjónustumiðstöðvar á Leirum

Júní - Október 09:00 - 18:00.

Nóvember - Maí 09:00 - 17:00.

Opnunartími yfir hátíðarinar

  • 24. desember
    9:00 - 12:00
  • 25. desember
    10:00 - 15:00
  • 26. desember - 30. desember
    09:00 - 17:00
  • 31. desember
    09:00 - 15:00
  • 1. janúar
    10:00 - 16:00

Sími í þjónustumiðstöð

4881800

Netfang

thingvellir@thingvellir.is

Fyrir pantanir í veitingar hafið samband í gegnum unnur@icewear.is 

Póstfang:

Þjónustumiðstöðin
Þingvöllum, 806 Selfoss
Iceland