Gönguleiðir

 

Fjölbreyttar gönguleiðir liggja um þjóðgarðinn. Gönguleiðir eru stikaðar og merktar. Utan þingstaðarins forna tengjast þær flestar gömlu eyðibýlunum, Hrauntúni, Skógarkoti og Vatnskoti þar sem enn má sjá ummerki mannvistar fyrir tíma vélvæðingar.

Þjóðleiðirnar um Langastíg, Skógarkots-veg og Nýju-Hrauntúnsgötu eru einnig opnar hestaumferð en aðrar leiðir eru einungis ætlaðar gangandi fólki.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um göngustíga á gönguleiðakorti þjóðgarðsins og sérkorti Landmælinga Íslands af Þingvöllum.

gonguleidir.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.